Hnetu og hafrabrauð
Fullt af próteini og hollustu
Þessa uppskrift fékk ég hjá Söru vinkonu minni og vil ég helst alltaf eiga það niðursneitt í frystinum. Ein sneið er næstum eins seðjandi og máltíð. Mér finnst best að fá mér með smjöri, kannski ostsneið og með kaffi. Mmmm…
- Ein dós af grísku jógúrti í stóra skál.
- Dósin fyllt aftur tvisvar með höfrum
- Fyllt einu sinni af blönduðum hnetum og t.d. rúsínum, jafnvel hafa döðlur. Óþarfi er að brytja því þetta saxast allt við sneiðaskurðinn og er gott undir tönn að fá smá krönsj.
- 2-3 egg
- 1 msk natron
- 1 tsk Himalyan salt
- Smá af haframjólk
Sumum finnst gott að setja kúmenfræ. Það er hægt að krydda það með því sem manni finnst gott. Hægt er að bæta smá chiafræjum og hörfræjum við uppskriftina. Sumir notar líka saxaðar döðlur sem hægt er að kaupa. Allt eftir smekk.
Allt hrært saman með höndum eða sleif, ég set þetta alltaf í hrærivélina.
Sett í 1 eða 2 mót fer eftir stærð.
Bakað við 180 gráður í 45 mínútur
Pizzza
Hráefni1) 335 gr hveiti 2) 1 tsk sykur 3) 8 gr þurrger 4) 6 gr salt 5) 2 msk ólífuolía 6) 200 ml volgt vatnAðferð1) Leysið gerið upp í helmingnum af...
Mæjó
Það tekur 3 mínútur að skella í þetta ljúffenga mæjó. Hér er uppskriftin: Egg (1 stórt eða 2 lítil) Teskeið - 5ml Sinnep (helst Dijon) 1/2 tsk salt...

